Nike by Melrose í LA: Vöruúrval byggt á hegðun viðskiptavina hverfisins

Nike opnaði nýverið nýja Direct to Consumer Concept verslun í Melrose í LA.

Verslunin sem er sú fyrsta sinnar tegundar notar upplýsingar um viðskiptavini í hverfinu til að klæðskersníða þjónustuna, upplifun viðskiptavina og vöruúrval verslunarinnar. Markmiðið er að þekkja viðskiptavini verslunarinnar það vel að hægt sé að bjóða eingöngu þær vörur og þjónustu sem viðskiptavinir hafa áhuga á.

„We will know you so well we will be incredibly relevant with the product we give and the services we offer.“

Cathy Sparks, VP and GM of Global Nike Direct Stores

Versluninni er ætlað að verða meðlimaklúbbur fyrir viðskiptavini Nike sem vilja líta vel út, hreyfa sig, eru tískumeðvituð og vilja góða þjónustu.

Staðbundið (localised) vöruúrval er eitt af því heitasta í retail í dag, en krefst mikillar þekkingar á neytendum og innsýn í þeirra þarfir og væntingar.

Spurning hvenær íslenskar verslanir fara að nýta sér þessa nálgun?

#customercentric #personalisation #localisation #retail #strategy #omnichannel

lesa frétt frá retaildive hér

Discover more from beOmni

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading